Gokart.is

From the Blog

Go-kart Brautin í garðabæ lokar þann 16. Sept 2018 eftir rúmlega 9 ár í rekstri

Go-kart Brautin hefur verið starfræk frá árinu 2009. Fyrst opnuðum við brautina á bílaplaninu á Korputorgi í byrjun ágúst 2009  brautin sló í gegn og mikill áhugi fyrir go-kart braut var augljóslega til staðar þar sem að engin braut hafði verði starfræk á íslandi í fjölda ára. Við gerðum okkar allra besta og keyrðum í gegn go-kart æsta íslendinga langt inn í hausið kannski of langt. Þegar rigningin lét finna fyrir sér þá fjárfestum við bara í regngöllum og þegar frostið mætti á svæðið þá keyptum við bara hlýja hanska,en þegar rigningin og frostið tók höndum saman áttuðum við okkur fljótlega á því að það var engin leið að keyra á brautinni í hálku og frosti enda komnir langt inn í október. En þar sem að síminn stoppaði ekki og við nú þegar komnir með bókanir langt út árið þá urðum við að finna einhverja lausn.

Þar sem við vorum nú á planinu fyrir framan þetta stóra hús sem á þeim tíma var hálf tómt, var það augljós hugmynd að reyna að koma okkur þangað inn enda nokkur hundruð dekk og mikill búnaður sem best væri að flytja sem styðstu leið. Eftir þónokkrar samningaviðræður tókst okkur að ná samkomulagi um að leigja 2200fm bil sem bráðabyrgða lausn í húsinu.

Seinnihluta árs 2010 fundum við drauma húsið, 5400 fm húsnæði í garðabæ sem átti að rífa árið 2007 og byggja blokkir en hætt var við það í hruninu, við tókum húsið á leigu til 5 ára með möguleika á endurnýjun að tímabili loknu. Þetta var stórt og mikið hús og þá meinum við stórt! Og MIKÐ hús sem hentaði nokkuð vel fyrir brautina en þurfti þó að taka mikið í gegn og breyta miklu svo hægt væri að setja upp almennilega go-kart braut. Við unnum á vöktum í 24 tíma á dag í rúma 2 mánuði samfleitt til þessa að koma brautinni í gang eftir það tóku svo við 2 ár þar sem við kláruðum frágang og uppfærðum brautina bílana og búnað. Afraksturinn var stærsta innandyra gokart braut á íslandi fyrr og síðar.

Við héldum áfram að bæta gokart menningu íslands og fjárfestum í fleiri bílum og settum upp brautir á bæjarhátíðum og skemmtunum víðsvegar um landið.
Nú eru liðin 9 ár frá því að við settum upp fyrstu brautina okkar á planinu á Korputorgi og höfum við á þessum 9 árum tekið á móti tæplega 80.000 manns.

Það hefur legið í loftinu í einhvern tíma að áhugi manna á lóðinni þar sem að brautin stendur hefur farið vaxandi. Fyrri plön frá árinu 2017 um að rífa húsið og byggja íbúðir á lóðinni hafa verið tekin upp að nýju og leigusamningi við Go-kart Brautina hefur verið sagt upp.
Brautinni verður lokað formlega þann 16. Sept. 2018 og fer því hver að verða síðastur í brautina, við munum reyna okkar besta í að koma sem flestum að fram að lokun. Æskilegt er að bóka tíma fyrirfram á gokart.is.

Ekki er gert ráð fyrir því að brautin verði opnuð aftur eða flutt þar sem að húsnæði undir svona braut á stórhöfuðborgarsvæðinu virðist ekki vera til. Með trega verðum við að sætta okkur við það að nú sé komið að leiðarlokum hjá okkur og viljum við þakka öllm þeim sem hafa komið og skemmt sér með okkur síðastliðin 9 ár  innilega fyrir frábærar stundir og æðislega tíma.

 

Takk fyrir okkur

Go-kart Brautin